Á 237. fundi bæjarstjórnar var lagt fram erindi Matvælaráðuneytisins þar sem Fjallabyggð er tilkynnt hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags innan sveitarfélagsins við úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023-2024.

Á 814. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarstjórn drög að reglum um byggðakvóta fyrir Fjallabyggð þar sem höfð verði að leiðarljósi hámarksnýting byggðakvótans.

Bæjarstjórn samþykkti tillögur að sérreglum um byggðakvóta með 7 atkvæðum, þó með þeim breytingum að sérreglur í reglugerð hvað varðar Fjallabyggð yrðu með þeim hætti að heimilt yrði að landa afla innan sveitarfélags óháð því í hvoru byggðarlagi bátur fær úthlutun, einnig er lagt til að hámark úthlutunar til hvers skips verði ekki meiri en 80 tonn.

Þann 25. janúar 2023 birtist í B-deild Stjórnartíðinda auglýsing Matvælaráðuneytisins um (1.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024, þar sem ráðuneytið staðfesti sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í Fjallabyggð.

Ekki var fallist á breytingatillögu Fjallabyggðar að öllu leyti, þar sem áfram er vinnsluskylda innan sveitarfélagsins á lönduðum afla.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8. mars 2024 fyrirliggjandi tillögu að sérreglum um byggðakvóta með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda ráðuneytinu eftirfarandi ósk um breytingu á sérreglum Fjallabyggðar í reglugerð 852/2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023-2024.

a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa í sveitarfélaginu þeim afla sem telja á til byggðakvóta sveitarfélagsins og til vinnslu á tímabilinu frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024.