Ólafur Símon Ólafsson lýsir eftir hausum sem hann var með í verkun á Siglufirði.

Sælt veri fólkið, ég var með hrúts- og hrosshaus í verkun (hauskúpur til skrauts því ég er svo spes) neðansjávar út á öldubrjót í neti og bundið við stálþilið með skær appelsínugulum kaðli.

Búið að vera þar síðan í mars og tékkaði á þessu í síðustu viku síðast, þá hafði einhver tosað þetta upp á land. Ég bjó um þetta aftur og sökkti niður á botn til að klára verkunina, ætlaði svo að sækja þetta í gær og þá var þetta horfið, kaðalinn líka.

Hafnarverðir vissu af þessu ásamt fleirum sem vöktuðu þetta með mér. Allar upplýsingar vel þegnar ef einhver veit eitthvað hvar þetta er niður komið. kiss kiss

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar sem gætu komið að gagni geta sent tölvupóst á netfangið trolli@trolli.is eða haft beint samband við Ólaf í síma: 663 7976

Aðsent