
Samhliða sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram þann 14. maí var jafnframt skoðanakönnun um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Niðurstöður voru sem hér segir:
Skagafjörður 1110
Sveitarfélagið Skagafjörður 852
Hegranesþing 76
Auðir 76
Ógildir 3
Niðurstöður skoðanakönnunar eru leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun um nafn á sameinuðu sveitarfélagi þegar hún kemur saman á fundi í júní nk.