Í bændablaðinu í gær segir meðal annars:
Sauðfé hefur ekki verið færra á Íslandi en nú í 40 ár samkvæmt hagtölum landbúnaðarins sem unnar eru úr haustskýrslum. Um síðustu áramót taldist ásett sauðfé vera 415. 949, en þar af eru 1.471 geit.
Ef skoðað er sauðfjárhald eftir landshlutum er það eins og fyrr öflugast í Norðvesturumdæmi (þar með taldir Vestfirðir), eða 112.085 vetrarfóðraðar kindur.
Í öðru sæti er Vesturumdæmi með 102.175 fjár. Þrjú umdæmi koma síðan með nokkuð áþekkan fjölda sauðfjár. Þar er Norðausturumdæmi sem lendir í þriðja sæti yfir landið með 68.789 kindur, Austurumdæmi er í fjórða sæti með 65.753 og Suðurkjördæmi í fimmta sæti með 64.931 kind. Suðvesturumdæmi rekur svo lestina með 2.216 kindur.