Dúettinn Bóndi og Kerling hefur sent frá sér nýtt lag sem ber heitið „Stutta Stína“, af plötunni Hvað er tíðinda ?.
Lagið er komið í spilun á FM Trölla.
Upplýsingar um lagið:
- Titill lags: Stutta Stína
- Titill plötu: Hvað er tíðinda ?
- Flytjandi: Bóndi og Kerling
- Söngur: Sigríður Hulda Arnardóttir
- Raddir: Brynjólfur Brynjólfsson, Hinrik Örn Brynjólfsson
- Undirleikur: Brynjólfur Brynjólfsson
- Höfundur lags: Sigríður Hulda Arnardóttir
- Höfundur texta: Brynjólfur Brynjólfsson
- Útgefandi: Bóndi og Kerling
- Lagið á Spotify
Um flytjendurna:
Bóndi og Kerling er dúett sem varð til árið 2023 og er skipaður Brynjólfi Brynjólfssyni og Sigríði Huldu Arnardóttur úr Eyjafirði. Þau hafa komið fram á fáeinum tónleikum og gefið út tvær plötur: Úr tóngarðinum (2024) og Hvað er tíðinda ? (2026).
Um lagið:
„Stutta Stína“ er reggílag og textinn fjallar um Kristínu Jónsdóttur, síðustu flökkukonu Íslands. Hún flakkaði einkum um Norðurland á seinni hluta 20. aldar og gisti víða á bæjum, meðal annars á æskuheimili söngkonunnar. Þótt Sigríður Hulda hafi ekki verið fædd á þeim tíma, man móðir hennar vel eftir Stuttu Stínu.
Stutta Stína var þekkt fyrir að færa fólki gjafir þar sem hún gisti og fannst fátt skemmtilegra, þrátt fyrir að vera sjálf bláfátæk. Hún mun hafa verið komin nokkuð fram yfir lífeyrisaldur þegar henni var bent á rétt sinn, hafði þá látið flakkið nægja og endaði á elliheimili í Skjaldarvík.
Nánari umfjöllun má finna hér: https://timarit.is/page/6841147#page/n13/mode/2up
Lagið sameinar léttan reggítakt og sögulega frásögn og setur þannig óvenjulega og eftirminnilega mynd á tónlistarkortið.



