Marinó Flóvent Birgisson er lærður bakari og vann við það í 18 ár hér á árum áður og hefur nú tekið upp sleifina aftur og bakar nú fyrir kaffihús í Reykjavík í hlutastarfi.

Ásamt því að halda úti YouTube rásinni Majó Bakari  ( https://www.youtube.com/majobakari ) sem er á íslensku og að mestu leyti um súrdeigsbakstur.

Trölli.is bendir lesendum á að gerast áskrifendur af YouTube myndböndum Marínós, hann er að stefna á komast upp í 1000 áskrifendur og í dag er hann kominn með 960 áskrifendur.

Að þessu sinni birtir Trölli.is Youtube myndband Marinós Flóvents þar sem hann kennir partý brauðbakstur og er myndbandið einnig með enskum texta.

SJÁ FYRRI UPPSKRIFTIR:

MARINÓ FLÓVENT BAKARI ER ÆTTAÐUR FRÁ SIGLUFIRÐI
MAJÓ KENNIR BAKSTUR FJÖLKORNA SÚRDEIGSBRAUÐS
SÉRBÖKUÐ SÚRDEIGS VÍNARBRAUÐ – MAJO KENNIR BAKSTUR
JÓLA, JÓLA – MAJÓ KENNIR BAKSTUR RANDALÍNU
MAJÓ KENNIR SNÚÐABAKSTUR
MAJÓ BAKAR EPLAKÖKU

Mynd/skjáskot úr myndbandi