Veður um land allt var gott um áramótin og blakti ekki hár á höfði Siglfirðinga þegar áramótunum var fagnað með flugeldum á miðnætti.

Er það mál manna að skotgleði hafi verið með eindæmum, einnig var flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Stráka sem fór fram kl. 21:00 á gamlárskvöld stórglæsileg.

Steingrímur Kristinsson fangaði skotgleði bæjarbúa í meðfylgjandi YouTube myndbandi.

Forsíðumynd/ skjáskot úr myndbandi