Fréttatilkynning frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ)

Á síðustu dögum hafa orðið um 1600 jarðskjálftar út af Norðurlandi, þar af þrír skjálftar stærri en fimm. Fyrst varð skjálfti af stærðinni 5,4 kl. 15:05 þann 20. júní. Mesta yfirborðshröðun skjálftans mældist á Siglufirði, rúmlega 5% af g (% af g, m.ö.o. hlutfall af þyngdarhröðun jarðar) í um 22 km fjarlægð frá upptökum. Sama dag, kl. 19:26 var skjálfti af stærðinni M5,6. Mesta mælda yfirborðshröðun var einnig á Siglufirði, rúmlega 7% af g og voru upptök hans í 19 km fjarlægð frá  mælinum.

Loks varð skjálfti kl. 19:07 þann 21. júní af stærðinni M5,8. Af þessum þremur skjálftum var sá skjálfti í mestri fjarlægð frá byggð og mældist yfirborðshröðun mest í Grímsey, rúmlega 3% af g, í um 33 km frá upptökum en 2% af g mældist á Siglufirði í um 36 km fjarlægð frá upptökum.

Mælingarnar nú gefa því til kynna að ólíklegt sé að tjón hafi orðið á húseignum eða innbúi, þó ekki sé hægt að útiloka einstaka minniháttar tjón á eignum sem standa næst upptökum skjálftanna. Upptök skjálftanna eru nokkuð frá landi og stærð þeirra a.m.k. enn sem komið er ekki þannig að hætta sé á teljandi tjóni á eignum.

NTÍ vill þó benda íbúum svæðisins á að vegna jarðskjálftahrinunnar er mikilvægt að fólk sé meðvitað um innbú eru ekki vátryggð gegn náttúruhamförum nema þau séu brunatryggð hjá almennu vátryggingafélögunum.

Vill Náttúruhamfaratrygging Íslands benda íbúum Fjallabyggðar á að þeir yfirfari vátryggingar sínar í samræmi við niðurlag meðfylgjandi minnisblaðs  er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að

Nánari upplýsingar um vátryggingarvernd vegna náttúruhamfara má nálgast á heimasíðu NTÍ, www.nti.is og í síma 575-3300.

Mynd: Björn Jónsson