Nú hefur OB hafið sölu á dísel á Ketilási í Fljótum. Í gær fimmtudaginn 3. janúar lauk framkvæmdum við nýjan 9.900 lítra tvöfaldan stáltank á núverandi dæluplan.
Hugmyndin af tanknum er tilkomin vegna beiðna frá heimamönnum sem sjá sér hag í að minnka notkun á heimageymum. Einnig væri þetta viðbótarþjónusta við aðra umferð á svæðinu.
Umboðsmaður Olís á Siglufirði mun hafa yfirumsjón með staðnum en auk þess verður ráðinn aðili á staðnum með reglulegt eftirlit með búnaði. Ekki er boðið upp á bensínafgreiðslu að sinni.
Rúna Júlíusdóttir verslunarstjóri á Ketilás varð fyrst til að dæla dísel úr nýju sjálfsafgreiðslu dælunni.
Myndir: aðsendar