Á facebook síðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings segir hann að í gærkvöldi hafi verið keyrð í Evrópsku Reiknimiðstöðinni ný mánaðarspá. Í gær birtist líka vikulegt álit og vangaveltur Judah Cohen þar sem hann lítur á bandarískar langtímaspár úr öðru líkani. Þó óvissa sé sjaldan meiri en einmitt á þessum árstíma eru þessar spár samstíga og óvenju eindregnar. Eiginlega líka fyrir maí.

Spáin og vangavelturnar eru vistaðar á Bliku-spávefnum http://blika.is