Í dag verður þátturinn Gestaherbergið á dagskrá FM Trölla og þema dagsins er snillingar í tónlist.

Palli og Helga stjórna þættinum og senda út úr stúdíói III í Noregi.

Til að fara yfir og fræða okkur um þá snillinga, sem við munum hlusta á í dag, verður Mundi með okkur því Mundi er jú risastór fróðleiksmoli um ýmislegt sem kemur við tónlist.

Tónlistarhorn Juha verður á dagskrá og kíkt verður á nýlegar fréttir.

En að öðru leyti verður þátturinn frekar óundirbúinn eins og venjulega.

Gleymdu ekki Gestaherberginu í dag frá klukkan 17:00 til 19:00 á FM Trölla og á trölli.is.

FM Trölli næst um allan heim hér á vefnum trolli.is og á FM 103.7 á Siglufirði, í Ólafsfirði, í Eyjafirði, á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is