Fjallabyggð auglýsir eftirfarandi lóðir lausar til úthlutunar að nýju:
Eyrarflöt 11-13 (landnúmer 237088), parhúsalóð – 2 íbúðir.
Eyrarflöt 22-28 (landnúmer 226887), raðhúsalóð – 4 íbúðir.

Einnig eru lausar til úthlutunar lóðirnar Eyrarflöt 7-9 og Eyrarflöt 30-38. Um lóðirnar gilda skilmálar deiliskipulags Eyrarflatar frá 19.7.2013 m.s.br.

Nánari upplýsingar um lóðirnar og skipulagsskilmála er að finna hér.

Við úthlutun verður farið eftir reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum íbúagátt Fjallabyggðar www.fjallabyggd.is og er umsóknarfrestur til og með 20. janúar 2024.