Aðalfundur Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborgar fór fram í safnaðarheimili Siglufjarðarkirkju þann 6. maí. Á fundinum buðu Sandra og Anna María upp á hinar sívinsælu SSS Vilko vöfflur með kaffinu, sem skapaði afslappað andrúmsloft meðal fundargesta. Alls mættu 25 manns á fundinn og gekk hann vel í alla staði.

Kosin var ný stjórn félagsins sem hér segir:

  • Hjalti Gunnarsson, formaður (sjálfkjörinn)
  • Ingibjörg Guðlaug, gjaldkeri
  • Anita Elefsen, ritari
  • Kristján Þór, meðstjórnandi
  • Ólöf Þóra, meðstjórnandi
  • Anna Lind, meðstjórnandi
  • Þorgeir Bjarnason, meðstjórnandi

Gurrý, Óskar og Anna María stíga úr stjórn og þakkar félagið þeim fyrir vel unnin störf. Sérstakar þakkir voru færðar Önnu Maríu Björnsdóttur sem hefur gegnt stjórnunarstörfum í sex ár. Hún hefur sinnt þeim af mikilli alúð og býr yfir mikilli þekkingu á félaginu. Anna María mun áfram styðja við nýja stjórn í ýmsum málum, og verður framlag hennar ómetanlegt á komandi tímum.

Mynd/SSS