Þessa dagana eru skólar að hefja starfsemi fyrir komandi vetur. Leikskólinn í Fjallabyggð er þegar byrjaður, Menntaskólinn á Tröllaskaga hóf starfsemi nýliðinn mánudag, og næstkomandi föstudag, 22. ágúst, er skólasetning hjá Grunnskóla Fjallabyggðar.
Á þessum tíma eru nýir vegfarendur að taka sín fyrstu skref í umferðinni og hvetur Fjallabyggð ökumenn til þess að gefa þessum nýju vegfarendum sem eru að hefja skólagöngu góðan gaum á næstu dögum og vikum.
Ökumenn eru hvattir til þess að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla og skólafrístund.
Ökum hægar og fylgjum umferðarreglum!
