Til leigu er hið sögufræga Nýja Bíó á Siglufirði sem stendur við Aðalgötu 30 í miðbæ Siglufjarðar.
Húsið er 701,5 m², atvinnuhúsnæði og er til afhendingar strax, sjá nánar á DOMUSNOVA.
Í vesturhluta hússins á jarðhæð er veitingasalur fyrir um 35 manns. Þar beint fyrir ofan er einnig veitingasalur með bar.
Á efri hæð er einnig annar salur eða stórt herbergi auk salerna, starfsmannarýma og geymslna.
Í næsta bili austan við veitingastaðinn var áður rekin sjoppa en er það pláss nýtt sem geymslur og lager í dag.
Þar svo austan við er inngangur í samkomuhúsið sem áður var kvikmyndasalur.
Innaf anddyri er komið að fatahengi, ræstikompu og salernum og þar innaf er um að ræða rúmgóðan sal með mikilli lofthæð, sviði, bar og svölum sem samtals tekur um 150 manns.
Undir sviðinu er rými sem telur um 93 m² af heildarstærð hússins. Í þessum hluta eru jafnframt salerni og fatahengi. Útgangur er úr salnum út í port til austurs.
Eldhús er innaf veitingastaðnum á jarðhæðinni og lítill eldhúskrókur innaf sal efri hæðar.
Húsið virðist í nokkuð góðu ástandi frá götunni séð og er vel staðsett við torgið í miðbæ Siglufjarðar