Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um umgengni á skipulögðum gám­a- og geymslusvæðum í sveitarfélaginu. Reglurnar kveða meðal annars á um að sækja þurfi um leigupláss í gegnum íbúagáttina, að gámar skuli málaðir í sama lit, að óheimilt sé að geyma lausamuni utan gáma og að svæðið sé eingöngu ætlað til geymslu en ekki atvinnustarfsemi.

Leigutakar bera sjálfir ábyrgð á þeim munum sem þeir geyma á svæðunum, og skulu ganga frá þeim þannig að hvorki skapist hætta né óþrifnaður. Starfsmenn Fjallabyggðar hafa eftirlit með svæðunum og gilda reglurnar þegar í stað.