Lagður fram tölvupóstur frá Arnari Þór Stefánssyni á 746. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í að kanna hvernig undirlag á malarvelli hentar fyrir byggingu þeirra mannvirkja sem þar eru skipulögð.

Þar kemur fram að til að geta haft forystu um uppbyggingu þarf sveitafélagið að þekkja gæði byggingarlands m.t.t. slíkra þátta, þegar umfang byggingarreits er með þessum hætti.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Vinna felst í því að greina hvar grafa eigi prufuholur í sveitarfélaginu til greininga á undirlagi og vinna kostnaðaráætlun til þess að leggja fyrir bæjarráð í fyrstu viku í júlí.