Með N-átt og kólnandi veðri er hætt við hálku í nótt á hæstu fjallvegum norðan- og vestanlands. Einna helst á Steingrímsfjarðarheiði, Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum.

Mögulega fylgir smáföl, en ekki snjór að ráði. Aðeins yfir blánóttina og bráðnar frá með morgninum.

Áfram er kalt í veðri næstu daga og einkum til fjalla norðantil segir á vefsíðu Bliku.is.

Forsíðumynd/Vegagerðin.is