Vefurinn trolli.is er nú kominn með sérstaka lágbitastraums sendingu frá FM Trölla.

Undir takkanum HLUSTA eru nú tveir möguleikar, HLUSTA HD sem er stereo útsending með miklum hljómgæðum, en það þýðir jafnframt að netið hjá hlustendum þarf að vera sæmilegt.

Hinn valmöguleikinn kallast SKIPA-TRÖLLI sem er mono með miklu lægri bitastraum og þar með örlítið lakari hljóm, sem þó er alveg þokkalegur í smátækjum o.fl. en er fyrst og fremst ætlaður fyrir þá sem eru með takmarkaðan hraða á nettengingunni, eins og t.d. sjómenn með VSat gervihnattasamband.

Það er von okkar á Trölla að þetta nýtist þeim sem vilja nota lægri bitastraum til að hlusta á FM Trölla.

FYRIR ÞÁ SEM VILJA, ER HÆGT AÐ GEYMA SLÓÐINA https://skip.trolli.is TIL AÐ FARA BEINT INN Á LÁGSTRAUMINN.

Nú geta fleiri sjómenn á hafi úti látið FM Trölla hljóma hátt og skýrt í vinnunni.