Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að til marks um það hvað veðrið hefur verið afbrigðilegt á marga lund a.m.k. síðari hluta sumars að þá hefur meðalloftþrýsingur í ágúst aldrei verið lægri en nú. Það eru allmikil tíðindi.

Í Stykkishólmi mældist meðalloftþrýstingurinn 995,7 hPa.

Frá því 1845 hefur meðalloftvægi í aðeins tvö skipti verið undir 1000 hPa í Stykkishólmi Það var 1989 og 1991. Í bæði skiptin 999,8 hPa.

Í umfjöllum 16. ágúst gerði að því skóna að svo gæti farið að við fengjum mögulega nýtt loftþrýstimet mánaðarins. Sú varð raunin og frávikin eru enn meiri um austanvert landið!

Trausti Jónsson er hefur reyndar í fórum sínum mælingar enn aftar, allt til 1822 eða svo, En en mér er mjög til efs að það finnist lægri tala þarna á velmektarárum Jónasar Hallgrímssonar?

Lágþrýstimetið fyrir ágústmánuð er því rækilega slegið!!

Kortin sem fylgja sýna frávik loftþrýstings yfir 10 daga tímabil í mánuðinum og vantar aðeins 31. ágúst inn í þanna samanburð. Þau eru unnin upp úr gögnum ECMWF og af Brunni Veðurstofunnar. Reyndar hefur þessi óvenjulegi lágþrýstikafli staðið meira og minna samfellt frá því upp úr 20. júlí.

Nýliðinn ágúst var fremur kaldur, en sérlega votviðrissamur um mikinn hluta landsins. Hugsanlega einn allra úrkomusamasti ágúst í heild sinni?

Á Akureyri taldist úrkoma hafa verið145,7 mm, en bíðum þó staðfestingar þerrar tölu. Ef hún verður þar nærri telst það vera um 350% meðalúrkomu og sú mesta á Akureyri í ágúst frá upphafi úrkomumælinga þar 1927. (Þess má geta að óhemju votviðrasamt var norðanlands árið áður, ágúst 1926, en engar úrkomumælingar voru í Eyjafirði – þar hins vegar mikil flóð og getið skriðufalla).

Forsíðumynd/Raggi Ragg