ATHUGIÐ AÐ ÞESSI FRÉTT ER FRÁ 10. JANÚAR OG E.T.V. ERU TÍMASETNINGAR ÞVÍ ÚRELTAR. Trölli.is getur ekki tekið ábyrgð á síbreytilegum tímum heilbrigðiskerfisins.

Öll COVID sýni eru nú greind á Sjúkrahúsinu á Akureyri en hingað til hafa þau verið send með flugi til Reykjavíkur. Þetta er liður í því að bæta þjónustu við íbúa og geta þeir sem fara í sýnatöku því átt von á því að fá niðurstöður fyrr en áður.

Þessi breyting hefur í för með sér breyttan sýnatökutíma sem nú verður frá kl. 11:00-12:00 á virkum dögum. Sami tími og áður er á sýnatökum um helgar, frá kl. 10:00-11:00.

Sýnatakan fer fram í Strandgötu 31 (baka til).