Íbúar Fjallabyggðar og gestir sveitarfélagsins geta nú hlakkað til nýrrar upplifunar þar sem veitingastaður tekur við af fiskborði í Fiskbúð Fjallabyggðar. Eigendur búðarinnar, þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson matreiðslumaður, segja breytinguna tilkomna eftir mikla ígrundun og í ljósi áskorana sem fylgja rekstri ferskra fiskborða á minni stöðum.
Eftir mikla hugsun og alls konar vangaveltur þá komumst við að þeirri niðurstöðu að breyta aðeins til. Aðallega vegna þess að rekstur á fersku fiskborði er orðinn erfiðari að halda út á minni stöðum,“
segir í sameiginlegu svari þeirra.
„Við ákváðum því að færa okkur yfir í að vera eingöngu með frosinn fisk – pakkaða bleikju, þorsk, ýsu, saltfisk, rækjur og bollur.“
Þrátt fyrir að fiskborðinu verði hætt, heldur nafnið Fiskbúð Fjallabyggðar áfram að standa fyrir gæði og fagmennsku. Fiskbúðin hefur um árabil boðið upp á heita rétti samhliða fiskborðinu, en nú verður sú starfsemi færð í fastari og formlegri farveg með veitingastað, staðsettum í hjarta bæjarins, þar sem boðið verður upp á vandaða og bragðgóða rétti með áherslu á sjávarfang.
Veitingastaðurinn opnar formlega miðvikudaginn 16. apríl kl. 11:00, og verður opinn yfir páskana samkvæmt eftirfarandi opnunartímum:
Miðvikudagur: 11–18
Skírdagur: 11–18
Föstudagurinn langi: 11–18
Laugardagur: 11–15
Að páskum loknum verður staðurinn opnaður aftur í byrjun júní.
Aðspurð um væntingar til sumarsins og ferðamannastraumsins eru þau bjartsýn:
Sjá nánar á Veitingageirinn.is
Mynd/Veitingageirinn