Benedikt Rafnsson hefur verið ráðinn í starf veitustjóra Húnaþings vestra frá og með 1. nóvember  nk.

Benedikt er með BSc. próf í véla- og orkutæknifræði sem og meistararéttindi í vélvirkjun. 

Benedikt hefur starfað sem gæðastjóri hjá Set ehf. og sem sölu- og tækniráðgjafi hjá sama fyrirtæki og starfaði um tíma sem framleiðslustjóri hjá RST Net. 

Benedikt hefur haldgóða þekkingu á veitukerfum, hönnun veitna og góða þekkingu á veituefnum. 

Benedikt er boðinn velkomin til starfa.

Sjá einnig hunathing.is