Þann 18. júní næstkomandi kemur út lagið “Gerum það gott” með Nýríka Nonna.
Það er fyrsta lag af væntanlegri þriðju plötu þeirra kumpána.
Platan ber vinnuheitið “Fólk fer”.
2019 kom út breiðskífan “För” og í desember 2020 kom út þröngskífan “Hver vinnur stríð?”.
“Gerum það gott” er rólegt gítarrokklag með alvarlegum texta sem fjallar í aðra röndina um ástandið í Palestínu og almennt ástand ungs fólks sem okkur sem eldri erum gengur ekki alltaf vel að umgangast. Inntak textans er verum góð við fólk. “Gerum það gott” er gefið út í tveimur útgáfum, langri (aðalversion) og stuttri (radio version).
Nýríki Nonni eru:
Logi Már Einarsson. (bassi/söngur/bakraddir)
Örvar Erling Árnason. (trommur/slagverk)
Guðlaugur Hjaltason. (gítarar/söngur/bakraddir)
Aðsent