Í ágúst s.l. voru dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf og að auki var nýtt kaffihús opnað á safninu.

Framkvæmdir við endurbæturnar hafa staðið yfir í rúmt ár og safnið að mestu verið lokað gestum og gangandi á þeim tíma.

Framkvæmdir hafa staðið yfir í rúmt ár.

 

Sýningahald hefur engu að síður verið stöðugt þar sem aðalsýningarýmið færðist yfir í Ketilhúsið. Með endurbótunum voru byggingarnar tvær sameinaðar með tengibyggingu.

Gil kaffihús

Gil kaffihús Akureyri

Glæsilegt kaffihús.

 

Gil Kaffihús er staðsett í tengibyggingu milli aðalbyggingu safnsins og Ketilshússins. Kaffihúsið býður upp á fjölbreyttan matseðil, súpur, nachos með ídýfum, girnilegar samlokur, gott úrval af kaffi, nýbakað croissant, alvöru hnallþórur svo fátt eitt sé nefnt.

.

 

Kostnaður við endurbætur og stækkun Listasafnsins á Akureyri nemur um 700 milljónum króna.

 

Frétt: veitingageirinn.is / Smári Valtýr Sæbjörnsson – birt með leyfi höfundar
Myndir: facebook / Listasafnið á Akureyri og Gil kaffihús