Dried Mangos in Plastic Bags er af væntanlegri stórri plötu frá Stefáni Elí sem væntanleg er með vorinu.
Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 – 15.
Platan verður fjórða stóra plata Stefáns Elís, en að auki hefur hann gefið út fjögurra laga EP plötu og töluvert af smáskífum.
Lagið er fallegt og einlægt, með mildum lífrænum hljóðheimi.
Stefán Elí samdi lagið á hótelherbergi í Bangkok í Tælandi eftir að hafa hitt ævintýraskvísu frá Nýja Sjálandi, og velti því fyrir sér hvort hann myndi sjá hana aftur (Hann gerði það)
Stefán Elí sér um píanó, gítara og bassa, en að auki spilar Rún Árnadóttir á selló, og Haukur Pálmason á trommur. Stefán Elí og Haukur tóku upp og hljóðblönduðu, og Haukur sá um masteringu.