Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi 1. september og markar tímamót. Breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun. Nýja kerfið er einfaldara, greiðslur hækka, dregið er úr tekjutengingum og fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði kjósi það svo. Stuðningur er aukinn við fólk í endurhæfingu og áhersla lögð á að hindra að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat.
Í tilefni dagsins verður streymi úr Grósku mánudaginn 1. september kl. 11:00 þar sem farið verður yfir þær umbætur sem nýja kerfið hefur í för með sér.
Dagskrá:
Ávarp ráðherra
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra
Ný hugmyndafræði með nýju kerfi
Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR
Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, sviðsstjóri örorkusviðs hjá TR
Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir, sviðsstjóri endurhæfingarsviðs hjá TR
Aukin atvinnutækifæri
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar
Aukin endurhæfing
Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs
Aukin samvinna
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Fundarstjóri:
Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Viðburðurinn verður í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins.
Mynd/aðsend