Sigurður Hansen

Eins og fram kom í frétt okkar á dögunum gerðu Hljóðsmárinn ehf, (sem á og rekur vefinn trolli.is og útvarpsstöðina FM Trölla), og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), samning um vinnslu á viðtalsþáttum sem SSNV stendur fyrir.

Þættirnir nefnast:

Fólkið á Norðurlandi vestra

Þar er rætt er við einstaklinga í landshlutanum sem eru að sýsla við áhugaverða hluti á hinum ýmsu sviðum.

Í dag birtist fyrsta viðtalið, og mun nýtt viðtal verða birt vikulega á miðvikudögum.

FM Trölli sendir viðtölin út að kvöldi birtingardags, þannig að fyrsta viðtalið verður á dagskrá FM Trölla í kvöld kl. 21. Viðtölin eru u.þ.b. 20 mínútur að lengd og að þessu sinni ræðir Unnur Valborg Hilmarsdóttir við Sigurð Hansen.

Hér eru þrjár leiðir til að nálgast “podcast-ið” í mismunandi tækum.

feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml     feed.podbean.com/ssnv/feed.xml