Síðastliðinn föstudag komu út tvö ný lög af væntanlegri breiðskífu hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Platan ber nafnið All is Love and Pain in the Mouse Parade og kemur út 17. október.

Nýju lögin heita Dream Team og The Towering Skyscraper at the End of the Road, og eru bæði þegar komin í spilun á FM Trölla.


Dream Team
Dream Team fæddist út frá litlu píanóriffi sem Arnar trommari byrjaði að spila. Okkur fannst vera svo næs nostalgía og kæruleysi í gangi. Maður ímyndaði sér sig labba um miðbæinn í góðu veðri með heyrnartól á eyrunum, algjörlega í sínum eigin heimi – á kafi í sínum eigin hugsunum,“ segir sveitin.

Lagið mun jafnframt hljóma í kvikmyndinni A Big Bold Beautiful Journey sem kemur út 19. september, með leikurunum Margot Robbie og Colin Farrell í aðalhlutverkum.

The Towering Skyscraper at the End of the Road
The Towering Skyscraper at the End of the Road fjallar um að líta til fortíðar með hlýju og æðruleysi og vera þakklátur fyrir allt það sem hefur mótað mann í gegnum lífið – bæði það góða og slæma.“

Í upptökunni spilar góður vinur sveitarinnar, Tómas Jónsson, á píanettu af mikilli snilld.

Lögin voru unnin í nánu samstarfi við Bjarna Þór Jensson sem sá um upptökur og kom að pródúseringu.

Of Monsters and Men skipa:

  • Nanna Bryndís Hilmarsdóttir – söngur, gítar
  • Ragnar Þórhallsson – söngur, gítar
  • Brynjar Leifsson – gítar
  • Kristján Páll Kristjánsson – bassi
  • Arnar Rósenkranz Hilmarsson – trommur

Forsíðumynd/Eva Schram