Í dag, mánudaginn 15. ágúst munu framkvæmdir hefjast við endurnýjun vatns- og fráveitulagna í Norðurbraut, á milli Hlíðarvegar og Hvammavegar. Kappkostað verður að ljúka verkinu á sem skemmstum tíma.

Til að byrja með verður lokað fyrir bílaumferð í skamman tíma nyrst í Norðurbrautinni við gatnamótin og umferðinni sem kemur að norðan beint um hjáleiðir. Á meðan framkvæmdir standa yfir verður reynt að hafa að lágmarki annan helming vegarins í Norðurbrautinni opinn fyrir umferð að mestu. Einnig verður reynt að hafa gangstéttir opnar fyrir gangandi/hjólandi umferð en mælt er með að fólk fari aðrar leiðir ef þess er kostur.

Ingibjörn Pálmar Gunnarsson og Kristján Ársælsson verktakar sjá um jarðvegs framkvæmdir.
Að loknum þessum framkvæmdum verður fljótlega farið í malbiksyfirlögn á þessum kafla Norðurbrautar á vegum Vegagerðarinnar.

Rask og truflanir á afhendingu á köldu vatni er óhjákvæmilegt meðan á framkvæmdum stendur en reynt verður að halda því í lágmarki. Íbúar eru beðnir um að sýna framkvæmdinni skilning og þolinmæði.

Hægt er að hafa samband við Benedikt Rafnsson, s. 831-7100 og netfang: benedikt@hunathing.is vegna framkvæmdarinnar.