Foreldrafélag Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborgar, hefur reynst öflugt í fjáröflun fyrir félagið og að láta til sín taka í þágu samfélagsins.
Samkomulag var gert milli Fjallabyggðar og Skíðafélags Siglufjarðar um að félagið hafi umsjón með púttvellinum við Hvanneyrarbraut. Grasflötin á vellinum var illa farin og húsakosturinn farin að láta á sjá
Árni Heiðar hjá Siglóvélum hefur séð um að fjarlægja gróður af vellinum, og meðal annars fyllt heilan bíl af njóla og illgresi eins og forsíðumyndin ber með sér Unnið er að því að breyta óræktarsvæði norðan við púttvöllinn í pokavarpvöll.
Þá unnu Fjallabyggð og Skíðafélagið einnig saman að verkefninu „smíðavellir“ eða „kofabyggðin“, eins og börnin kalla það. Mikil þátttaka var í því verkefni og góð mæting hjá ungu kynslóðinni.




Myndir/Hjalti Gunnarsson