Síðustu tvo daga hefur lögreglan á Norðurlandi eystra verið með öflugt eftirlit með umferð i umdæminu, en þó nokkuð margir eru á faraldsfæti í aðdraganda páskahelgarinnar.
Skráð hafa verið 34 umferðalagabrot, þar af eru 29 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og einn fyrir að aka undir áhrifum áfengis.
Ökumaður var stöðvaður á allt að 137 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst en sá ökumaður á von á sekt upp á 150.000,- krónur og 3 punkta í ökuferilsskrá.
Lögreglan vill biðja alla ökumenn sem og vegfarendur að fara varlega og virða umferðareglur.
Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra