Ofnbakaðar kjötbollur með bbq- og piparostafyllingu og piparostasósa með sveppum (uppskrift fyrir 5-6 manns)
- 850 g blanda af nauta- og svínahakki (líka hægt að nota bara nautahakk)
- 1 lítill laukur, hakkaður
- smjör
- 1 msk sykur
- 1/2 dl bbq-sósa
- 1 egg
- 75 g (hálf askja) laktósafrír kryddostur með pipar frá Örnu, skorinn í teninga
Hakkið laukinn og steikið upp úr smjöri þar til mjúkur. Stráið sykri yfir og steikið áfram í um 1 mínútu. Setjið laukinn í skál ásamt hakki, bbq-sósu, eggi og kryddosti. Blandið öllu vel saman (ég læt hrærivélina taka nokkra snúninga með K-inu). Mótið kjötbollur (ég gerði 16 stórar bollur) og raðið á bökunarpappirsklædda ofnplötu. Bakið við 180° í um 20 mínútur.

.

.
Piparostasósa með sveppum
- um 5 sveppir, sneiddir
- smjör
- pipar
- 75 g (hálf askja) laktósafrír kryddostur með pipar frá Örnu
- 2,5 dl rjómi frá Örnu
- 1 grænmetisteningur
Bræðið smjör í potti við meðalháan hita og steikið sveppina í nokkrar mínútur. Kryddið með pipar og hellið rjóma yfir. Bætið grænmetisteningi og kryddosti í pottinn og látið bráðna í rjómanum.

.

.

.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit