Helgi Jóhannsson, f.h. H-listans í Fjallabyggð, hefur óskað eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir við tjaldsvæðið á Leirutanga, Siglufirði.

Úr fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 17. júlí 2019:

4. 1907027 – Tjaldsvæðið á Leirutanga, Siglufirði

Lagt fram erindi Helga Jóhannssonar f.h. H-listans dagsett 5.7.2019. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær það verk sem áætlað er að vinna á þessu ári á nýju tjaldsvæði við Leirutanga verði boðið út og hvenær reikna megi með að þeim framkvæmdum verði lokið.

Tæknideild falið að koma með umsögn um málið.