Búið er að opna fyrir umferð yfir Öxnadalsheiði sem lokuð var vegna umferðaslyss sem varð um há­deg­is­bil í dag

Slökkvilið og ör­ygg­is­full­trú­ar á veg­um Ol­íu­dreif­ing­ar ehf. hafa lokið við að dæla olíu úr göt­ótt­um ol­íu­tanki olíu­flutn­inga­bíls á Öxna­dals­heiði sem valt.

Um 8.000 lítr­ar af skipaga­sol­íu í grýtt­an jarðveg­inn á slysstað sem var skammt vest­an Grjótár.

Lögreglan þakkar ökumönnum fyrir þolinmæðina.

 

Skjáskot: mynd af vef Vegagerðarinnar