Ofnbakaður lax með fetaosti (uppskrift fyrir 2)
- 400 g lax
- 1/2 dós sýrður rjómi (um 90 g)
- 100 g fetaostur (t.d. fetakubbur)
- 1/2 fiskiteningur
- sítrónupipar
Hitið ofn í 220°. Leggið laxinn í eldfast mót. Hrærið saman sýrðum rjóma, fetaosti, fiskiteningi og sítrónupipar og setjið blönduna yfir laxinn. Setjið í ofninn, eftir 15-20 mínútur er slökkt á honum en laxinn tekinn út þegar 30 mínútur eru liðnar.
Tómatsalat
- tómatar
- rauðlaukur
- ólífuolía
- balsamikedik
- salt og pipar
Skerið tómatana og rauðlaukinn í sneiðar og setjið í skál. Hrærið saman ólífuolíu og balsamikediki í jöfnum hlutföllum (1-2 msk af hvoru) og kryddið með salti og pipar. Hellið yfir tómatana og rauðlaukinn og berið fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit