- 600 g svínalund
- salt og pipar
- smjör
- 150 g sveppir
- 1 skarlottulaukur
- 1 msk hveiti
- 1 dl kjötkraftur af steikarpönnunni
- 1 dl rjómi
- 1 dl mjólk
- 1 msk kálfakraftur (fæst fljótandi í glerflöskum, stendur kalvfond á)
- 1 msk dijon sinnep
- skvetta af sojasósu
- smá sykur
Hreinsið kjötið og kryddið með salti og pipar. Bræðið smjör á pönnu og brúnið hliðarnar á kjötinu. Takið kjötið af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið 1 dl af vatni á pönnuna og sjóðið kraftinn upp (hann verður notaður í sósuna). Setjið kjötið í 175° heitan ofn í um 20 mínútur, eða þar til kjötmælir sýnir 67°. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en það er skorið.
Skerið sveppina í fernt og hakkið laukinn. Bræðið smjör í potti við miðlungsháan hita og steikið laukinn og sveppina þar til laukurinn er mjúkur. Stráið hveiti yfir og hrærið vel. Hrærið steikarkraftinum saman við og síðan rjóma, mjólk og kálfakrafti. Látið sjóða saman í 5 mínútur. Smakkið til með sykri, dijon sinnepi, salti, pipar og smá sojasósu.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit