Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar “OH, SO QUIET!”
Tónlist eins og við sjáum hana: myndlist og kvikmyndir 28 júlí kl. 14:00.
Romain Kronenberg flytur tónlistargjörninginn “Ad Genua” kl. 15:00

28 júlí – 09 september 2018
Oh So Quiet!
Tónlist eins og við sjáum hana: Myndlist og kvikmyndir. Paris-Verksmiðjan Júlí 28 2018
Hliðstæðar og sameiginlegar sögur nútímalistar og samtímalistar – ásamt sögum ljósmynda, kvikmynda, vídéos og sjónvarps – hafa orðið sífellt meira samofnar, með því að setja listina fyrir framan kvikmyndatökuvélina, að kröfu tímans. Þetta kallar fram í hugann mjög mikilvæg kynni kvikmynda og listar í heimildarmynd Brian de Palma um nútímalist, « The Responsive Eye », frá árinu 1966.
Með því að setja saman kvikmyndadagskrá með samtíma listsköpun í víðu samhengi verða til tengingar milli viðfangsefna, sérsviða og tjáningarforma þar sem lögð er áhersla á skoða hvernig unnið er að listinni. Í því tilliti myndar samruni tónlistar og kvikmynda gjöfult svið nýstárlegra listaverka.
Hvort sem það er í gegnum tónlist, söng eða framsögn, tekur hljóðheimur verkanna til samspils tungumáls, orða og hlustunar, en Roland Barthes lagði oft áherslu á flókin og nákvæm einkenni þess ferlis. Listamenn setja upp hljóðinnsetningar sem eru aðlagaðar og umbreytt í rými upplifunar: kliður af söng, öskur, óþolandi ómstríður skarkali og tónlist. Önnur verk byggja á handriti að abstrakt hljóðmyndum.

Þetta úrval kvikmynda úr safni CNAP eftir Doug Aitken, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg, Lorna Simpson ber vitni mikillar fjölbreytni í gerð kvikmynda í Frakklandi og kallast á við grósku og frumleika íslenskrar listsköpunar á þessu sviði. Steina Vasulka, Dodda Maggý, Sigurður Guðjónsson.

CNAP (Centre national des arts plastiques) er opinber miðstöð myndlistar í Frakklandi, á vegum franska menningarmálaráðuneytisins. Hún eflir listasenuna í öllum fjölbreytileika sínum og fylgir eftir og styður listamenn á margvíslegan hátt. Fyrir hönd franska ríkisins eykur CNAP, varðveitir og kynnir bæði í Frakklandi og erlendis safneign verka, þekkt sem Fond national d’art contemporain. Í dag samanstendur safnið af yfir 102,500 verkum sem að spanna yfir meira en 2 aldir, keypt af þá-lifandi listamönnum. Safnið myndar grunn sem að stendur fyrir og sýnir samtímalistasenuna í allri sinni margbreytni

Frekari upplýsingar veitir: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.

Sýningin er styrkt af afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands og hluti af opinberri dagskrá afmælisársins.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði , CNAP, Hörgársveit og Ásprent.