Ökumaður á ferðalagi í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra var á þriðjudaginn stöðvaður austan Mývatns á hraðanum 155 km/klst.

Viðurlög við þessari háttsemi eru ökuleyfissvipting og sekt í ríkissjóð 210.000 kr.

Flestir ökumenn aka þó af ábyrgð, gætni og tillitssemi og bera sjálfum sér gott vitni og eru öðrum góð fyrirmynd.

Vonar lögreglan að umræddur ökumaður hugsi sinn gang og komi betur stemmdur til aksturs síðar.