Fasteignamiðlun kynnir eignina Ólafsvegur 23, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 215-4258 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Ólafsvegur 23 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4258, birt stærð 175.7 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is
Sjá myndir: HÉR
Um er að ræða eign í tvíbýli með sérinngang og bílskúr. Eignin samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, borðstofu, baðherbergi, fjórum svefnherbergjum og þvottahúsi. Anddyri er flísalagt með ljósum flísum og stórum fataskáp. Eldhús var endurnýjað í kringum 2008 og er með dökkum innréttingum efri og neðri skápum og dökkri borðplötu. Flísalagt er með gráum flísum á milli skápa og dökkar flísar á gólfi. Eldhúsið er rúmgott með skápum upp í loft, plássi fyrir tvöfaldan ísskáp, helluborði, bakstursofn inni í innréttingu og vask. Einnig er gott pláss fyrir borðkrók. Svefnherbergi var útbúið út frá eldhúsi með parketi á gólfi. Stofa og borðstofa liggja saman með parketi á gólfi. Settur var léttur veggur á milli svæðanna en einnig var stofan minnkuð sem samsvarar stærð herbergsins með léttum vegg. Útgangur er úr stofu út á steyptan pall út í lítin garð aftan við eignina. Þvottahús er flísalagt með ljósum flísum á gólfi, innréttingu og vask. Búr er inn af þvottahúsi með hillum og dúk á gólfi. Gluggi og opnanlegt fag er í búri. Sérútgangur er úr þvottahúsi út á bílaplan efri hæðar og út að sorptunnum. Svefnherbergi eignarinnar eru fjögur og misstór með parketi á gólfi. Stór og rúmgóður fataskápur er í hjónaherbergi. Baðherbergi hefur einnig verið endurnýjað. Ljósar flísar eru á veggjum og gráar flísar á gólfi. Upphengt klósett, baðkar með sturtu og sturtugleri og dökk innrétting með vask og stórum spegli, hiti er í gólfi og skipt hefur verið um vatnslagnir. Bílskúr eignarinnar var byggður eftir á en hann er steinsteyptur með steyptu gólfi og gólfhita. Fínar innréttingar eru inni í bílskúr með vask. Ný rafdrifin hurð sem sett var upp í sumar og ráphurð á hlið út í garð. Gott pláss er fyrir bílastæði.
Unnið hefur verið að lagfæringu á eigninni að utan, s.s. málingarvinna og sprunguvinna.
Ljósleiðari er kominn inn í hús en eftir er að ganga frá og tengja.
Anddyri: flísalagt með ljósum flísum og stórum fataskápum. Hitaveituofn er á vegg.
Eldhús: var uppgert í kringum 2008 með nýjum innréttingum, helluborði, ofn, vask og blöndunartækjum. Flísar eru á gólfi og á milli efri og neðri skápa. Mikið gluggapláss og því frábært útsýni.
Baðherbergi: var einnig uppgert í kringum 2009 og settar flísar á veggi og gólf. Innrétting með vask og stórum spegli og baðkar með sturtu blöndunartækjum og sturtugleri. Klósett er upphengt.
Svefnherbergi: eru fjögur en bætt var við herbergi inn af eldhúsi með léttum veggjum. Öll eru þau með parketi á gólfi og hjónaherbergi með stórum og rúmgóðum fataskáp.
Stofa/borðstofa: liggja saman og eru með parketi á gólfi Mikið gluggarými er í stofu hún er því björt og með góðu útsýni. Gengið er út í garð út stofu.
Þvottahús: er flísalagt með góðu skápa- og borðplássi. Vaskur er í borðplötu. Útgengt er út úr þvottahúsi. Búr er inn af þvottahúsi með góðu hilluplássi og opnanlegum glugga.
Garður: er bæði að aftan og framan gróin með grasi og trjám.
Bílskúr: er steyptur með steyptu gólfi og gólfhita. Innréttingar eru mjög rúmgóðar og nýrri rafdrifinni hurð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali