Herbert Guðmundsson – Hebbi – er mættur til leiks enn á ný og var að senda frá sér nýtt lag, Ólgandi augu þín, sem er danssmellur.

Lagið, sem er Unnið í samvinnu við Hlyn Jakobsson og Halldór Á. Björnsson pródúsent, er komið í spilun á FM Trölla.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.