Butter chicken (uppskrift fyrir 4-5)

  • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri (eða kjúklingabringur)
  • 1 laukur
  • 1/2 spergilkálhaus
  • 1 krukka Butter chicken sósa frá Patak´s
  • 1-2 tsk karrý
  • 1 grænmetisteningur
  • 2-3 msk mangó chutney

Skerið kjúklinginn í bita, laukinn í báta og spergilkálið í bita. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til hann er steiktur á öllum hliðum, bætið þá lauknum á pönnuna og steikið áfram þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið sósu, spergilkáli, karrý, grænmetisteningi og mangó chuthey á pönnuna og látið sjóða við vægan hita þar til kjúklingurinn er fulleldaður og spergilkálið orðið mjúkt.

Berið fram með hrísgrjónum og nan-brauði.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit