Olís hefur ákveðið að loka stöð félagsins í Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að Olís hafi ákveðið að loka þjónustustöð félagsins í Ólafsfirði og höfðar til samfélagsvitundar félagsins.

Það hvetur til þess að Olís leggi sitt af mörkum til þess að tryggja grunnþjónustu við íbúa í Ólafsfirði t.d. með því að gera rekstrarsamning við aðila sem kynni að hafa áhuga á aðkomu að rekstri þjónustustöðvarinnar.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir fundi með forsvarsmönnum Olís.