Matvælastofnun varar við neyslu á Hrökkbrauð – Jurtir & sjávarsalt og Crunchy Crackers – Herbs & Sea Salt frá Sigdal Bakeri sem fyrirtækið Danól flytur inn.
Varnarefnið ethylene oxide fannst í hráefni sem notað var við framleiðslu á hrökkbrauði en það er óheimilt að nota það við matvælaframleiðslu í Evrópu. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar.
Tilkynning um vöruna barst til Matvælastofnunar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Sigdal Bakeri
- Vöruheiti: Hrökkbrauð – Jurtir & sjávarsalt
- Best fyrir dagsetningar: Milli 06.01.2022 og 18.02.2022 og milli 26.03.2022 og
- 18.07.2022
- Strikamerki: 7071848004492
- Framleiðandi: Bakeverket AS, Noregur
- Innflytjandi: Danól, Fosshálsi 25, 110 Reykjavík
- Vörumerki: Sigdal Bakeri
- Vöruheiti: Crunchy Crackers – Herbs & Sea Salt
- Best fyrir dagsetningar: Milli 06.01.2022 og 18.02.2022 og milli 26.03.2022 og 18.07.2022
- Strikamerki: 7071848025077
- Framleiðandi: Bakeverket AS, Noregi
- Innflytjandi: Danól, Fosshálsi 25, 110 Reykjavík
Dreifing um allt land. Og neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila henni til þeirra verslunar þar sem sem hún var keypt.