Ólöglegt varnarefni í lífrænu hamborgarabrauði

Matvælastofnun varar við neyslu á Schnitzer lífrænu hamborgarabrauði sem Einstök matvæli flytja inn. Varnarefnið etýlen oxíð fannst í brauðinu sem er ólöglegt að nota í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Gluten-Free Organic Hamburger Buns
  • Best fyrir dagsetningar: 03.03.2021, 12.04.2021, 15.04.2021
  • Lotunúmer: 030321, 120421, 150421
  • Strikamerki: 402299345260
  • Nettómagn: 125 g
  • Framleiðandi: Schnitzer GmbH & Co.
  • Framleiðsluland: Þýskaland
  • Innflytjandi: Einstök matvæli, Lambhagavegi 13, Reykjavík
  • Dreifing: Verslanir Hagkaupa; Nettó Glerártorgi, Krossmóa, Mjódd og Granda; Heimkaup og Melabúðin.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki.  Hægt er að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Einstök matvara ehf. í síma 557 1771.

Ítarefni

Skoða á mast.is