Á 640. fundi bæjarráðs samþykkti ráðið að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa að vinna markaðsátak Fjallabyggðar áfram og leggja tillögu að fyrsta áfanga markaðssetningar Fjallabyggðar fyrir bæjarráð.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa dags. 27.05.2020. Þar sem fram kemur að unnin verður herferð í samstarfi við auglýsingastofuna Pipar/TBWA, sem miðar að því að Íslendingar ferðist innanlands til Fjallabyggðar sumarið 2020 og opna tækifæri á að nýta þá markaðsvinnu sem fram fer í að kynna fyrir landanum þá möguleika að flytjast til Fjallabyggðar.

Áætlað er að lengd herferðarinnar verði í fyrsta fasa um þrír mánuðir. Farið verður í framleiðslu myndbanda sem bæði draga fram kosti þess að ferðast á svæðið og kosti þess að starfa og búa í Fjallabyggð. Einnig verður unnin auglýsingaherferð fyrir samfélagsmiðla, uppsetning og rekstur ásamt hönnun vefborða og leitarvélaherferð fyrir google, þar sem keypt eru leitarorð sem beinast að þeim leitum sem Íslendingar leita eftir við val á áfangastað innanlands. Kostnaður er áætlaður kr. 2.084.500.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Pipar/TBWA vegna markaðsátaks í samræmi við tillögu. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2020.

Markaðsátak_Pipar.