Rúmlega níutíu manns öttu kappi á fjallaskíðamótinu Super Troll Ski Race sem haldið var um síðustu helgi og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Þátttakendur komu víða að, meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Sviss, Póllandi, Noregi og Íslandi.

Veður var gott en brautin snúin sem gerði keppnina mun erfiðari en áður, að sögn aðstandenda. Meðal annars hafi nokkrir orðið af verðlaunasæti þar sem þeir þurftu að sleppa porti í brautinni við Prestshnjúk.

Mótið var haldið í fimmta sinn – af skíðafélagi Siglufjarðar, Skíðaborg, og rennur allur ágóði af mótin til unglingastarfs félagsins.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Ólafur Már Björnsson tók upp og setti saman af sinni upplifun í mótinu.

Frétt fengin af vef: Fréttablaðsins 
Myndband: Aðsent