Þeir Sturlaugur Fannar Þorsteinsson og Gunnar Örn Óskarsson voru heppnir hlustendur sem unnu tvo miða á tónleika Stjórnarinnar með því að svara laufléttum spurningum hjá Andra í þættinum Undralandið á FM Trölla í dag.

í tilefni af 30 ára afmæli leggur Stjórnin land undir fót og fagnar sumri með tónleikum á Rauðku laugardagskvöldið 19.maí 2018 klukkan 22:00

Stjórnin leikur öll sín vinsælustu lög eins og: Eitt lag enn, Við eigum samleið, Ég lifi í voninni, Láttu þér líða vel, Ég gefst ekki upp, Utan úr geimnum, Hamingjumyndir, þessi augu, Til í allt, Ég elska alla, Ég vil að þú komir, Nei eða já, Allt í einu, Allt eða ekkert, Ekki segja aldrei, Stór orð og Ein.

Stjórnina skipa Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Friðrik Karlsson, Jóhann Ásmundsson og Sigfús Óttarsson.

Stjórnin 30 ára

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.
Húsið opnað klukkan 21:30
Miðaverð 4.900kr
Forsalan hafin á Sigló Hótel

Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson

 

Myndir: Andri Hrannar og af vef
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og af facebooksíðu Rauðku