Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) fór fram í gær. Á þinginu veitti formaður Ungmennafélags Íslands, Haukur Valtýsson, Gunnlaugi Stefáni Vigfússyni starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna.

Gulli hefur m.a. staðið vaktina í dósamóttökunni á Siglufirði í hvorki fleiri né færri en 25 ár auk þess sem hann hefur í gegnum tíðina ávallt verið boðinn og búinn að vinna þau störf sem þurft hefur í kringum knattspyrnuna í sveitarfélaginu og skilað þar afskaplega góðu starfi.

Fékk hann hraustlegt klapp frá þingfulltrúum þegar Haukur hafði nælt í hann starfsmerkinu.

Kærar þakkir fyrir vel unnin störf Gulli.

Mynd: Kristín A. Guðmundsdóttir
Frétt fengin af facebooksíðu: Frétta- og fræðslusíðu UÍF