Hvað veist þú um Siglufjörð og Siglfirðinga?

Spurningahefti með 100 spurningum og svörum um þennan góða stað og áhugaverða fólk.

Gefið út í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar.

Höfundur spurninga er Þórarinn Hannesson.

Útgáfuhóf á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði föstudaginn 18. maí kl. 17.00.

Kverið verður síðan selt hér og þar á Siglufirði og kostar 1.000 kr.

Fjarstaddir sem áhuga hafa á að eignast kverið get haft samband við Þórarinn (Tóta kennara) hér á fésbókinni og pantað eintak/eintök.

Frétt og mynd fengin af facebooksíðu: Hvað veist þú um Siglufjörð?